Endurnýjun gervigrass á sparkvöllum í Fjallabyggð

Málsnúmer 1706030

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 505. fundur - 13.06.2017

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild til að gera verðkönnun vegna endurnýjunar á gervigrasi á sparkvöllum við grunnskólana í Fjallabyggð.
Bæjarráð samþykkir beiðni deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 507. fundur - 27.06.2017

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar er varða tilboð í endurnýjun gervigrass á sparkvellina í Fjallabyggð.
Lögð fram tilboð Altis og Metatrons í endurnýjun gervigrass á sparkvöllum í Fjallabyggð.
Bæjarráð samþykkir að taka lægsta tilboði frá Altis að upphæð 8.605.554.- og felur deildarsstjóra tæknideildar að ganga til samninga við Altis.