Bæjarráð Fjallabyggðar - 506.fundur - 20.júní 2017

Málsnúmer 1706007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 148. fundur - 21.06.2017

 • .1 1705071 Málefni Fairytale at sea varðandi aðstöðu félagsins í Ólafsfirði
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20. júní 2017 Lögð fram umsögn bæjarstjóra vegna erindis forsvarsmanna Fairytale at sea dags. 18. maí 2017. Í erindinu er óskað eftir því að bætt verði við tveimur tengistykkjum við flotbryggju, að halli á rampi verði minnkaður í vesturhöfninni, aðgangi að köldu vatni í austurhöfninni, tveimur bekkjum við aðstöðugáminn og að ósinn að vatninu verði skoðaður svo hægt verði að sigla inn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 506. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • .2 1705084 Hólsá og Leyningsá veiðistjórnun/veiðivernd
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20. júní 2017 Lögð fram umsögn bæjarstjóra þar sem fram kemur að kostnaður bæjarfélagsins verði smávægilegur í uppsetningu skilta og stöku eftirlitsferð bæjarverkstjóra.
  Bæjarráð samþykkir þær tillögur sem fram koma í erindi Leyningsáss frá 26.maí 2017.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna samþykktina fyrir Fiskistofu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 506. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • .3 1706037 Samningur við KF um uppsetningu á nýjum söluskúr.
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20. júní 2017 Bæjarráð samþykkir framlagðan samning við KF.
  Áætlað er að heildarkostnaður verði kr. 2.000.000.- og verður hann færður á framkvæmdaliðinn "ýmis smáverk".
  Bókun fundar Afgreiðsla 506. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • .4 1706039 Frístundaakstur, sumaráætlun 2017
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20. júní 2017 Knattspyrnufélag Fjallabyggðar óskar eftir breytingu á tímatöflu frístundaaksturs vegna leikjanámskeiðs og fótboltaskóla KF í sumar.
  Kostnaður er áætlaður kr. 405.620.-
  Bæjarráð samþykkir beiðnina og vísar upphæðinni til viðauka við fjárhagsáætlun.
  Bókun fundar Afgreiðsla 506. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • .5 1705067 Starf hjúkrunarforstjóra Hornbrekku
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20. júní 2017 Lögð fram umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar þar sem undirritaðir mæla með því við bæjarráð að Elísa Rán Ingvarsdóttir verði ráðin sem hjúkrunarforstjóri dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku.
  Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 506. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • .6 1705073 Bókhaldsleg meðferð uppgjörs lífeyrisskuldbindinga í A-deild Brúar og umfjöllun um opinber fjármál
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20. júní 2017 Upplýsingar hafa ekki enn borist frá Lífeyrissjóðnum Brú. Málinu frestað þar til upplýsingar hafa borist. Bókun fundar Afgreiðsla 506. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • .7 1704054 17. júní 2017
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20. júní 2017 Jón Valgeir Baldursson vék af fundi undir þessum lið.
  Lagður fram samningur við Menningar og fræðslunefnd Slökkviliðsins í Ólafsfirði um hátíðarhöld á 17. júní 2017. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 500.000 krónum. Einnig lögð fram umsögn bæjarstjóra þar sem lagt er til við bæjarráð að framlagið til MOFSÓ verði hækkað í 600.000 krónur. Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og vísar kostnaðinum til viðauka við fjárhagsáætlun.
  Bókun fundar Jón Valgeir Baldursson vék undir þessum lið.
  Afgreiðsla 506. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
 • .8 1706041 Útboð Grunnskólalóð Siglufirði
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20. júní 2017 Bæjarráð samþykkir beiðni deildarstjóra tæknideildar. Bókun fundar Afgreiðsla 506. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • .9 1706033 Samningur um heimild til þess að leggja lagnir fyrir hitaveitu um land jarðarinnar Hólkot
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20. júní 2017 Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning. Bókun fundar Afgreiðsla 506. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • .10 1611006 Endurskoðun og endurnýjun á samstarfssamningi Skógræktarfélags Siglufjarðar
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20. júní 2017 Lagt fram erindi frá Skógræktarfélagi Siglufjarðar þar sem óskað er eftir endurnýjun á samstarfssamningi og hækkun á árlegu framlagi.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram tillögu að samnningi á næsta fundi bæjarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 506. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • .11 1706031 Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20. júní 2017 Bæjarráð samþykkir rekstrarleyfið fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 506. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • .12 1604017 Umbótaáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20. júní 2017 Bæjarráð felur skólastjóra og starfandi deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að leggja svarbréf fyrir bæjarráð á næsta fundi þess. Bókun fundar Afgreiðsla 506. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • .13 1706038 Frá nefndasviði Alþingis - 414.mál til umsagnar - mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20. júní 2017 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 506. fundar bæjarráðs staðfest á 148.fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.