Starf hjúkrunarforstjóra og forstöðumanns Hornbrekku

Málsnúmer 1705067

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 505. fundur - 13.06.2017

Fjórar umsóknir bárust um stöðu hjúkrunarforstjóra og forstöðumanns Hornbrekku en umsóknarfresturinn rann út 2.júní sl.
Umsækjendur eru:
Elísa Rán Ingvarsdóttir
Eva Björg Guðmundsdóttir
Harpa Þöll Gísladóttir
Sunna Eir Haraldsdóttir
Ein umsókn barst eftir að umsóknarfrestur rann út.
Bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar falið að taka viðtöl við umsækjendur.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20.06.2017

Lögð fram umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar þar sem undirritaðir mæla með því við bæjarráð að Elísa Rán Ingvarsdóttir verði ráðin sem hjúkrunarforstjóri dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.