Hagir og líðan aldraðra á Íslandi árið 2016

Málsnúmer 1703077

Vakta málsnúmer

Öldungaráð Fjallabyggðar - 1. fundur - 31.03.2017

Lögð fram til kynningar könnun á högum og líðan aldraðra á Íslandi sem framkvæmd var í nóvember og desember 2016. Voru þátttakendur meðal annars spurðir um almennt heilbrigði, viðhorf til heilbrigðisþjónustu, aðstoð sem þau nýta sér, félagslega virkni og fleira. Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir niðurstöðum þeirra spurninga. Könnunin náði til 1800 manns af landinu öllu, sem eru 67 ára eða eldri. Hægt er að nálgast könnunina á vefslóðinni: https://www.velferdarraduneyti.is/media/skyrslur2016/Hagir-eldri-borgara-2016.html