Átak í skráningu katta í Fjallabyggð

Málsnúmer 1703032

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 211. fundur - 29.03.2017

Ingi Vignir Gunnlaugsson, starfsmaður dýraeftirlits Fjallabyggðar mætti á fund nefndarinnar undir þessum lið.

Í Fjallabyggð eru 14 skráð kattaleyfi, eitt í Ólafsfirði og 13 á Siglufirði. Mikilvægt er að ná betur utan um fjölda katta í sveitarfélaginu með því að eigendur skrái kettina sína í samræmi við samþykkt um kattahald í Fjallabyggð frá 2012.
Nefndin samþykkir að fara í átak í skráningu katta og felur tæknideild að auglýsa það.