Fasteignagjöld - 2017

Málsnúmer 1702010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 07.02.2017

Lagt fram minnisblað varðandi fasteignagjöld 2017.

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi:
Að hámarksafsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verði kr. 63.000.

Að tekjuviðmið vegna afsláttar af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verði:
Flokkur - Einstaklingar
-
Afsláttur
1. 0 - 2.100.000 - 100%
2.
2.100.001 - 2.518.000 - 75%
3.
2.518.001 - 2.936.000 - 50%
4.
2.936.001 - 3.341.000 - 25%
5.
3.341.001 - - 0%

Flokkur - Hjón/Sambýlisfólk - Afsláttur
1. 0 - 3.133.000 - 100%
2.
3.133.001 - 3.760.000 - 75%
3
3.760.001 - 4.387.000 - 50%
4
4.387.001 - 5.013.000 - 25%
5
5.013.001 - - 0%

Að afsláttarprósenta vegna fasteignaskattsstyrks til félagasamtaka verði óbreytt 100%.

Að fjöldi gjalddaga verði átta, frá 1. mars til 1. október og nái álagning fasteignagjalda á fasteign ekki 35.000 á gjaldanda, sé öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga.

Landsbanki, Íslandsbanki og Arion banki tóku þátt í verðkönnun sem gerð var í tengslum við álagningu fasteignagjalda 2017, varðandi þóknun fyrir kröfuinnheimtu með greiðsluseðlum.
Miðað við þær forsendur sem lagðar voru fram í verðkönnuninni bauð Landsbankinn 94.500, p/mánuð, Arion banki 89.850 og Íslandsbanki 100.020.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði að tilboði Arion banka.