Hækkun framlaga sveitarfélaga

Málsnúmer 1702004

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 07.02.2017

Tekin til umræðu tillaga stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um 20% hækkun á framlögum sveitarfélaga til AFE, sem lögð verður fram á aðalfundi félagsins í apríl næstkomandi.
Í tillögunni er gert ráð fyrir að framlag per íbúa muni hækka úr 1.388 kr. í 1.666 kr.

Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og verði tillagan samþykkt á aðalfundi AFE, er hækkun framlags að upphæð kr. 563.000 vísað til viðauka við fjárhagsáætlun 2017.