Fundur um rafbíla á Akureyri 25. janúar

Málsnúmer 1701067

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 484. fundur - 24.01.2017

Eyþing og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra boða til opins fundar um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 25. janúar kl. 17-19 í Hömrum í Hofi á Akureyri.

Á fundinum verður fjallað um möguleikann á orkuskiptum og að farið verði úr því að nota jarðefnaeldsneyti yfir í að nota umhverfisvæna orkugjafa. Hvaða ljón eru í veginum? Hverjir eru kostir og gallar rafbíla? Umræða um orkuskipti hefur aukist mjög að undanförnu og ljóst er að margir velta fyrir sér kostum og göllum vistvænna bíla og innviðum fyrir þá. Fundinum er ætlað að svara þeim spurningum sem brenna á fólki hvað þetta varðar.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að sækja fundinn.