Tilkynning um skil starfshóps um málefni Mentor og ný persónuverndarlöggjöf

Málsnúmer 1612009

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 479. fundur - 13.12.2016

Lagt fram til kynningar bréf frá framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 6. desember 2016, vegna skila starfshóps sem settur var saman til þess að bregðast við áliti Persónuverndar í máli nr. 1203/2015 og varðaði skráningu og meðferð persónuupplýsinga um nemendur í grunnskóla í rafræn upplýsingakerfi. Jafnframt voru lagðar fram leiðbeiningar og tillögur til sveitarfélaga og grunnskóla til þess að samræma viðbrögð og bæta framkvæmd svo hún uppfylli gildandi persónuverndarlöggjöf, með það að markmiði að undirbúa sveitarfélögin undir nýjar persónuverndarreglur sem áætlað er að taki gildi í maí 2018.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til kynningar í fræðslu- og frístundanefnd.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 35. fundur - 09.01.2017

Lagt fram
Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er að starfshópur um málefni Mentor og nýja persónuverndarlöggjöf hafi skilað inn skýrslu.