Erindi Bryndísar Þorsteinsdóttur

Málsnúmer 1611091

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 06.12.2016

Lagt fram erindi frá Bryndísi Þorsteinsdóttur, dagsett 28. nóvember 2016, varðandi gjaldskrárhækkanir 2017.

Meirihluti bæjarráðs þakkar Bryndísi fyrir bréfið og vill taka fram að leikskólagjöldum í Fjallabyggð er stillt í hóf og er hlutur foreldra í kostnaði við rekstur leikskólans árið 2017 16% að meðtöldum fæðiskostnaði, en að honum frádregnum er hlutur foreldra 13%, sem er ein lægsta hlutdeild meðal sveitarfélaga. Sterk fjárhagsstaða og ábyrgur rekstur er forsenda þess að hægt sé að veita góða grunnþjónustu og að hafa innviði sveitarfélagsins í góðu ásigkomulagi, m.a. má nefna viðbyggingu við Leikskála og endurnýjun grunn- og leikskólalóða sem áætluð er á næstu árum.

Sólrún Júlíusdóttir óskar að bókað sé eftirfarandi:
"Undirrituð tekur undir áhyggjur ungra barnafjölskyldna og leggur til að skoðuð verði þróun á gjöldum sveitarfélagsins hjá dæmigerðri ungri barnafjölskyldu.

Undirrituð gerir sér fulla grein fyrir því að búið er að samþykkja fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, en jafnframt hefur sagan sýnt það að oftlega þarf að gera viðauka við fjárhagsáætlanir.

Óskað er eftir því að samanburður gjalda á árunum 2014-2016 verði skoðaður auk áætlaðra gjalda á árinu 2017. Gjöldin sem skoðuð verði eru fasteignaskattar með öllu tilheyrandi, leikskólagjöld, lengd viðvera, skólamatur og tónskóli.

Óskar undirrituð eftir því að samanburður gjalda skv. framangreindu, verði lagður fram á næsta fundi bæjarráðs".