Fornminjar í Fjallabyggð

Málsnúmer 1611075

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29.11.2016

Í erindi Sigurðar Ægissonar, dagsettu 22. nóvember 2016, eru bæjarráði þökkuð skjót viðbrögð varðandi Álfkonustein og ráðið jafnframt hvatt til að leita að minjum af þessum toga í landi Siglufjarðar, Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar og setja við þær viðeigandi merkingar.
Sigurður býðst jafnframt til þess að verða bæjaryfirvöldum innan handar í því efni hvað Siglufjörð varðar.

Bæjarráð þakkar hlý orð í sinn garð og vísar í fyrirliggjandi skýrslur eins og "Fornleifaskráning í Hvanneyrarhreppi I
Minjar á Úlfsdölum og í Siglufjarðarbæ" eftir Birnu Lárusdóttur og Sigríði Þorgeirsdóttur,
"Fornleifakönnun- Jarðgöng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar", eftir Orra Vésteinsson frá 2001 og "Leiðigarðar á Siglufirði: álitsgerð vegna fornleifa í tengslum við umhverfismat og fyrirhugaða leiðigarða á Siglufirði, eftir Bjarna F. Einarsson frá 1997.