Drög að leiðbeinandi reglum um sérstakan húsnæðisstuðning, send til umsagnar

Málsnúmer 1611051

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22.11.2016

Lögð fram til umsagnar drög að leiðbeinandi reglum um sérstakan húsnæðisstuðning frá Velferðarráðuneytinu, dagsett 15. nóvember 2016.

Þann 1. janúar næstkomandi taka gildi ný lög um húsnæðisbætur, nr. 75/2016, sem samþykkt voru á Alþingi hinn 16. júní sl. Er þar m.a. kveðið á um breytingu á 45. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 þannig að sveitarfélögum verði skylt að veita sérstakan húsnæðisstuðning, sem komi í stað sérstakra húsaleigubóta og að ráðherra skuli, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, gefa út leiðbeinandi reglur til sveitarstjórna um framkvæmd stuðnings ásamt viðmiðunarfjárhæðum. Stefnt er að því að leiðbeiningarnar liggi fyrir við gildistöku laganna.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra félagsmáladeildar.