Launakönnun í október 2016

Málsnúmer 1611049

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22.11.2016

Í erindi kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11. nóvember 2106 er óskað eftir upplýsingum um laun starfsmanna sveitarfélaga og stofnana þeirra í október 2016.
Jafnframt er óskað eftir svari sveitarfélaga og stofnana þeirra hvort þau veiti heimild til að afhenda ópersónurekjanlegar launaupplýsingar starfsmanna til viðkomandi heildarsamtaka launþega. Einnig er beðið um upplýsingar um launabókhaldskerfi sem sveitarfélög og stofnanir þeirra nota.

Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að Samband íslenskra sveitarfélaga fái upplýsingar eins og undanfarin ár svo unnt sé að halda utan um og fylgjast með þróun launa, en hafnar beiðni um að afhenda ópersónurekjanlegar launaupplýsingar starfsmanna til viðkomandi heildarsamtaka launþega.