Krafa um úttekt og framkvæmdir vegna tjóns

Málsnúmer 1611044

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 476. fundur - 22.11.2016

Lagt fram erindi frá eiganda að Hólavegi 17b, Siglufirði, dagsett 25. október 2016, þar sem þess er krafist að Fjallabyggð kosti úttekt og framkvæmdir vegna tjóns á fasteigninni að Hólavegi 17b Siglufirði sem rakið er til hækkaðs vatnsmagns í lóðinni eftir að framkvæmdir hófust á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Hólaveg 17b Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að eiga samráð við Ofanflóðasjóð um úrlausn beiðninnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 549. fundur - 27.03.2018

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar.

Lagt fram til kynningar svarbréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu vegna erindis Fjallabyggðar vegna húseignarinnar að Hólavegi 17b, Siglufirði. Erindið varðar ósk húseigenda um bætur vegna tjóns á húseigninni eftir vatn sem lekið hefur inn vegna framkvæmda við varnargarðanna. Ofanflóðanefnd að verða við ósk Fjallabyggðar um þátttöku Ofanflóðasjóðs í greiðslu bótanna. Hlutur Fjallabyggðar er 10%.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar afgreiðslu málsins.