Kjarasamningur við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum - launakönnun FT okt.

Málsnúmer 1611017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 08.11.2016

Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 1. nóvember 2016, varðandi viðræður við samninganefnd Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum sem hafa staðið yfir síðan haustið 2015, án árangurs.

Viðræður við samninganefnd Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum hafa staðið yfir síðan haustið 2015, án árangurs.

Til að þoka málum áfram hefur verið ákveðið að greina samsetningu launa félagsmanna með því að kalla eftir upplýsingum um launaröðun, prófgráðu, símenntun, viðbótarmenntun, pottlaunaflokka og fleira sem máli skiptir.

Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að fylgja erindinu eftir.