1Blárstrengur - umsókn um styrk

Málsnúmer 1611013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 08.11.2016

Lögð fram styrkumsókn vegna átaksverkefnis sem meistaranemar á Heilbrigðisvísindasviði í Háskólanum á Akureyri eru að vinna að. Verkefnið snýr að því að vekja athygli á kynferðisofbeldi gegn drengjum en rannsóknir sýna að 1 af hverjum 6 verður fyrir því. Fyrirhugað er að halda ráðstefnu í kringum málefnið í Háskólanum á Akureyri í vor og fá tvo erlenda gestafyrirlesara auk þess verður vinnusmiðja í tengslum við ráðstefnuna.

Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 35 þúsund, sem komi til greiðslu 2017, verði ráðstefnan haldin.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27.11.2017

Lagt fram þakkarbréf frá Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri þar sem Fjallabyggð er þakkað fyrir veittan stuðning við ráðstefnuna Einn blár strengur sem fór fram í vor.