Erindi Hrannar Einarsdóttur

Málsnúmer 1611012

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 08.11.2016

Lagt fram erindi Hrannar Einarsdóttur, dagsett 30. október 2016, þar sem kvartað er undan hávaða frá líkamsræktarsalnum í íþróttamiðstöðinni á Siglufirði, sundlaugargestum til mæðu.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29.11.2016

Á 473. fundi bæjarráðs, 8. nóvember var lagt fram erindi Hrannar Einarsdóttur, þar sem kvartað var undan hávaða frá líkamsræktarsalnum í íþróttamiðstöðinni á Siglufirði, sundlaugargestum til mæðu.
Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.

Umsögn lögð fram

Bæjarráð samþykkir að farið verið eftir tillögu deildarstjóra og takmarka aðgengi að stillingum útvarps við starfsmenn.