Umsóknarfrestur fyrir styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Málsnúmer 1610080

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25.10.2016

Lagður fram póstur frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, þar sem minnt er á að í dag, 25. október 2016, rennur út umsóknarfrestur fyrir styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, vegna framkvæmda á árinu 2017.

Í stað kröfu um helmings mótsframlag umsækjenda miðast mótframlag nú að jafnaði við 20% af kostnaði þegar styrkhafi er sveitarfélag eða einkaaðili.
Tekjur sjóðsins eru 3/5 hlutar gistináttgjalds en auk þess hafa stjórnvöld undanfarin ár verið með sérstakar úthlutanir sem sjóðurinn hefur haft umsjón með.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að senda inn umsókn er tengist merkingum, göngustígum og tjaldsvæðum í Fjallabyggð.