Málefni bókasafns, haust 2016

Málsnúmer 1610061

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 27. fundur - 20.10.2016

Vísað til nefndar
Á fundinn mætti Hrönn Hafþórsdóttir forstöðukona og fór yfir málefni bóka- og héraðsskjalasafnsins auk upplýsingamiðstöðvar.

Hvað varðar upplýsingamiðstöðina þá þarf í ljósi gífurlegrar aukningar ferðamanna til Fjallabyggðar að endurskoða opnunartíma. Huga þarf betur að samnýtingu á búnaði, aðstöðu og starfsfólki upplýsingamiðstöðvar og bókasafns.

Er varðar bókasafnið í Ólafsfirði þarf að taka til skoðunar skiptingu fjármagns til bókasafnsins og annarar starfsemi sem fer fram í húsinu, s.s. fundir og þjónusta sem starfsmaður safnsins er að veita fyrir hönd stjórnsýslunnar.

Töluverð aukin umsvif eru á Héraðsskjalasafninu þar sem sífellt fleiri eru að færa safninu einkaskjalasöfn og er lítið pláss eftir til að taka við fleiri skjölum. Mjög brýnt er að fara huga að varanlegri lausn í því sambandi.

Markaðs- og menningarnefnd leggur til að fjármagn til starfsemi bóka- og héraðsskjalasafns auk upplýsingamiðstöðvar verði aukið svo hægt sé að halda úti lögbundinni þjónustu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 08.11.2016

Á 27. fundi Markaðs- og menningarnefndar, 20. október 2016, samþykkti nefndin að leggja til að fjármagn til starfsemi bóka- og héraðsskjalasafns auk upplýsingamiðstöðvar yrði aukið svo að hægt væri að halda úti lögbundinni þjónustu.
137. fundur bæjarstjórnar, 26. október 2016, samþykkti að vísa þessum lið til umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð frestar umfjöllun þessa máls, þar sem umsögn liggur ekki fyrir.