Stjórnarfundur í Flokkun Eyjafjörður ehf. 19/10 2016

Málsnúmer 1610047

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 470. fundur - 18.10.2016

Boðað er til stjórnarfundar í Flokkun Eyjafjarðar 19. október 2016 á Akureyri.

Þar sem starfssemi Flokkunar hefur verið lítil undanfarin misseri, hefur stjórnin lagt til að verkefni Flokkunar verði sett í umsjón Moltu að mestu leyti á meðan verkefnin eru ekki stærri og meiri. Með þessu fyrirkomulagi má spara fjármuni og jafnframt styrkja Moltu.
Þar sem ekki eiga öll hlutaðeigandi sveitarfélög fulltrúa í stjórn Flokkunar, er þeim sveitarfélögum sem þannig er ástatt um boðið að senda fulltrúa á stjórnarfundinn svo allir séu upplýstir um stöðu mála. Þau sveitarfélög eru Grýtubakkahreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Eyjafjarðarsveit og Fjallabyggð.

Bæjarráð samþykkir að fela forseta bæjarstjórnar að sækja stjórnarfundinn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25.10.2016

Á stjórnarfundi Flokkunar Eyjafjarðar ehf, 19. október 2016, var til umfjöllunar starfssemi Flokkunar sem hefur verið lítil undanfarin misseri og hefur stjórnin áhuga á að verkefni Flokkunar verði sett í umsjón Moltu að mestu leyti á meðan verkefnin eru ekki stærri og meiri. Með þessu fyrirkomulagi mætti spara fjármuni og jafnframt styrkja Moltu.

Bæjarráð leggur til að stjórn Flokkunar Eyjafjörður ehf, leggi fyrir aðalfund tillögu um skipulag starfsemi Flokkunar Eyjafjarðar ehf, sem aðildarsveitarfélög geti tekið afstöðu til.