Breytingar á grunnskólalögum

Málsnúmer 1610011

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 469. fundur - 11.10.2016

Í erindi Menntamálaráðuneytisins, dagsett 28. september 2016, er vakin athygli á breytingum á lögum um grunnskóla nr. 91/2008, sem samþykktar voru á Alþingi í lok síðasta þings í vor.
Í ráðuneytinu er unnið að nauðsynlegum breytingum á reglugerðum og setningu viðmiða í samræmi við framangreindar lagabreytingar og verða drög kynnt skólasamfélaginu fljótlega skv. hefðbundnu verklagi.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til kynningar í fræsðlu- og frístundanefnd.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 33. fundur - 31.10.2016

Í erindi Menntamálaráðuneytisins, dagsett 28. september 2016, er vakin athygli á breytingum á lögum um grunnskóla nr. 91/2008, sem samþykktar voru á Alþingi í lok síðasta þings í vor.

Bæjarráð samþykkti að vísa málinu til kynningar í fræðslu- og frístundanefnd. Kristinn og Jónína gerðu grein fyrir helstu breytingum.