Heitt vatn í sveitina í Ólafsfirði

Málsnúmer 1609083

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 467. fundur - 27.09.2016

Tekið fyrir erindi áhugahóps um lagningu heitavatnsæðar fram sveitina, austan Ólafsfjarðarvatns, dagsett 19. september 2016.
Óskað eftir því að bæjarráð taki til skoðunar hvort Fjallabyggð geti boðið óúthlutaðar frístundalóðir í Hólkotslandi með heitu vatni.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 08.11.2016

Á 467. fundi bæjarráðs, 27. september 2016, var tekið fyrir erindi áhugahóps um lagningu heitavatnsæðar fram sveitina, austan Ólafsfjarðarvatns.
Óskað var eftir því að bæjarráð taki til skoðunar hvort Fjallabyggð geti boðið óúthlutaðar frístundalóðir í Hólkotslandi með heitu vatni.
Bæjarráð samþykkti að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Umsögn lögð fram.

Í umsögn kemur m.a. fram að þó nokkur áhugi hefur verið á lóðum í Hólkoti og hefur verið óskað eftir því að skipulagðar verði fleiri lóðir austan við núverandi hverfi. Þannig væri hægt að skipuleggja 14 lóðir í viðbót og að ef lóðarhafar gætu keypt heitavatnstengingu hjá Norðurorku þá yrðu lóðirnar enn eftirsóttari. Áætlaður kostnaður vegna skipulagsvinnu við stækkun á frístundahúsasvæðinu er 600.000 - 800.000, einnig þyrfti að gera veg austan við núverandi svæði en gatnagerðargjöld af seldum lóðum myndi standa straum af þeim kostnaði.