Sviðsmyndir um byggðaþróun á Íslandi til ársins 2030

Málsnúmer 1608022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 461. fundur - 18.08.2016

Framtíðarsetur Íslands hefur tekið að sér að leiða sviðsmyndavinnu vegna undirbúnings gerðar stefnumótandi byggðaáætlunar til 2023. Verkið er unnið fyrir Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og Byggðastofnun. Markmið verkefnisins er að greina tækifæri og ekki síður ógnanir til framtíðar um það hvernig best verði staðið að byggðaþróun á Íslandi á komandi árum.
Leitað er eftir skoðunum á helstu þáttum sem munu móta byggðamál og þróun búsetu á landinu til framtíðar.

Lagt fram til kynningar.