Framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda

Málsnúmer 1608006

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 460. fundur - 11.08.2016

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga við tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016-2019. Af því tilefni óskar Samband íslenskra sveitarfélaga eftir upplýsingum um það hvaða sveitarfélög hafi tekið upp formlega móttökuáætlun fyrir nýkomna innflytjendur.

Í svari deildarstjóra félagsmáladeildar við fyrirspurn kemur fram að Fjallabyggð hefur ekki sett sér formlega móttökuáætlun fyrir nýkomna innflytjendur. Hins vegar hafa leik- og grunnskóli stuðst við áætlun um innritun og móttöku nemenda af erlendu bergi brotnu.

Lagt fram til kynningar.