Verðkönnun vegna endurnýjunar á þaki Tjarnarborgar í Ólafsfirði

Málsnúmer 1607050

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 459. fundur - 02.08.2016

Bæjarstjóri kynnti verklýsingu vegna endurnýjunar á þaki Tjarnarborgar í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir heimild til gerðar verðkönnunar og að eftirtöldum aðilum í Fjallabyggð auk Tréverks á Dalvík og Ferningum ehf Hafnarfirði, verði gefinn kostur á að taka þátt í henni:
Berg ehf
Trésmíði ehf
GJ smiðir
Minný ehf
Magnús Eiríksson
L-7 ehf og
ÓHK Trésmíðar ehf.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 460. fundur - 11.08.2016

Á 459. fundi bæjarráðs, 2. ágúst 2016 var samþykkt
gerð verðkönnunar vegna endurnýjunar á þaki Tjarnarborgar í Ólafsfirði.

Niðurstaða verðkönnunar, 10. ágúst 2016 varð eftirfarandi:

Ferningar ehf Hafnarfirði, bauð kr. 9.999.390,-
Trésmíði ehf, bauð kr. 9.980.358,-
Berg ehf, bauð kr. 9.949.400,-

Kostnaðaráætlun var kr. 8.877.000,-

Bæjarráð samþykkir að semja við lægstbjóðanda.