Umsókn um námsleyfi veturinn 2016 - 2017

Málsnúmer 1607039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 459. fundur - 02.08.2016

Lagt fram erindi Hrefnu Katrínar Svavarsdóttur, dagsett 21. júlí 2016, er varðar ósk um launað og ólaunað námsleyfi veturinn 2016 til 2017. Um er að ræða undirbúningsnám fyrir talmeinafræði.

Lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindis til næsta fundar.
Jafnframt er þess óskað að leikskólastjóri og deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála komi á fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 460. fundur - 11.08.2016

Helga Helgadóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Á 459. fundi bæjarráðs, 2. ágúst 2016, var lagt fram erindi Hrefnu Katrínar Svavarsdóttur, er varðar ósk um launað og ólaunað námsleyfi veturinn 2016 til 2017. Um er að ræða undirbúningsnám fyrir talmeinafræði. Lögð var fram umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.
Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindis til næsta fundar.
Jafnframt var þess óskað að leikskólastjóri og deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála kæmu á fund bæjarráðs.

Á fund bæjarráðs komu leikskólastjóri, Olga Gísladóttir og deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson.

Farið var yfir umsóknina, skipulag leikskólastarfs og nýsettar reglur um launuð og ólaunuð leyfi.

Bæjarráð samþykkir að veita umsækjanda launalaust leyfi, en hafnar beiðni er varðar launað námsleyfi 2016 til 2017.
Jafnframt hvetur bæjarráð umsækjanda til að sækja um námsleyfi að undirbúningsnámi loknu.