Nýlegar ályktanir EES EFTA sveitarstjórnarvettvangsins

Málsnúmer 1607032

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 456. fundur - 26.07.2016

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundaði í þrettánda sinn í Stykkishólmi 6.-7. júní sl. Helstu umfjöllunarefni vettvangsins að þessu sinni voru áhrif stefnumótunar ESB um hringrásarhagkerfið á sveitarstjórnarstigið í EES EFTA löndunum og nýtt styrkjatímabil 2014-2021 fyrir EES uppbyggingarsjóðina en vettvangurinn ályktaði um þessi tvö mál. Einnig var fjallað um fyrirhugaðan fríverslunarsamning ESB og Bandaríkjanna (TTIP), samningaviðræður um fjölþjóðlegan samning um þjónustuviðskipti (TiSA) og flóttamannavandann í Evrópu.

Ályktanir vettvangsins og allar kynningar sem voru fluttar á fundinum eru nú aðgengilegar á

http://www.samband.is/verkefnin/althjodamal/sveitarfelog-og-ees/sveitarstjornarvettvangur-efta/13-fundur/.

Lagt fram til kynningar.