Útboð vegna lagfæringar við Rípla með Ofanflóðasjóði

Málsnúmer 1607015

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 454. fundur - 12.07.2016

Bæjarráð samþykkir lokað útboð vegna framkvæmda við Rípla til Bás ehf, Sölvi Sölvason ehf, Smári ehf og Árni Helgason ehf.
Útboðið er í samvinnu við Ofanflóðasjóð og er framkvæmdin í umsjá Fjallabyggðar og eftirlit í höndum Framkvæmdasýslu ríkisins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 456. fundur - 26.07.2016

Tilboð í verkið "Ríplar Ofanflóðasjóðs og tjarnir" var opnað 19. júlí s.l..
Eitt tilboð barst frá Bás ehf og hljóðar það upp á 9.507.000 sem er 102% af kostnaðaráætlun (9.298.000).

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Bás ehf.

Ofanflóðasjóður hefur samþykkt tilboðið fyrir sitt leyti.