Saurbæjarás - framfylgni reglna um búfjárhald í þéttbýli

Málsnúmer 1606019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14.06.2016

Tekið fyrir erindi sumarhúsaeigenda á Saurbæjarási, Ágústs Hilmarssonar og Kristjáns Haukssonar, dagsett 8. júní 2016, vegna ágangs sauðfjár. Þess er óskað að bæjaryfirvöld framfylgi reglum um búfjárhald í þéttbýli.

Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri tæknideildar, Ármann V. Sigurðsson.

Samkvæmt aðalskipulagi Fjallabyggðar og samþykktum bæjarfélagsins um búfjárhald er frístundasvæðið á Saurbæjarás hluti af þéttbýli í Siglufirði, þar sem lausaganga búfjár er óheimil.
Undirlendi í Siglufirði er hluti þéttbýlis þ.m.t. frístundasvæðið í Hólsdal, svæðið í kringum syðri kirkjugarðinn og norður með austanverðum firðinum að Staðarhólslandi.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 203. fundur - 27.07.2016

Nefndin bendir á að samkvæmt samþykkt um búfjárhald þá ber Fjallabyggð að tryggja sem best að girðingar um þéttbýlissvæðin séu fjárheldar. Leggur nefndin til að girt verði betur afmörkun þéttbýlisins við Saurbæjarás.