Lánsumsókn vegna snjóflóðavarna

Málsnúmer 1605013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10.05.2016

Lögð fram beiðni deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála um heimild til að sækja um lán til Umhverfisráðuneytisins/Ofanflóðanefndar vegna snjóflóðavarna 2015.

Bókfærður kostnaður vegna framkvæmda í Fjallabyggð 2015 var kr. 299,4 milljónir og er gert ráð fyrir lánsumsókn upp á 10% af þeirri upphæð eða kr. 29,9 milljónir kr.

Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að vísa til viðauka, breytingu á lántöku vegna snjóflóðavarna að upphæð 3,9 millj. umfram það sem gert var ráð fyrir í áætlun.