Stærðfræðikeppni FNV, MTR og 9. bekkjar

Málsnúmer 1604001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 05.04.2016

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Menntaskólinn á Tröllaskaga standa fyrir árlegri stærðfræðikeppni þessara skóla og 9. bekkjar á Norðurlandi vestra, í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. Forkeppnin fór fram miðvikudaginn 9. mars og 18 nemendur taka svo þátt í úrslitakeppni sem fer í þetta sinn fram á Sauðárkróki 15. apríl. FNV og MTR skiptast á að halda keppnina.

Tilgangur keppninnar er fyrst og fremst að glæða áhuga grunnskólanema á stærðfræði auk þess að keppendur hafi af þessu gaman.

Bæjarráð samþykkir styrkbeiðni að upphæð kr. 15 þúsund til verðlaunagjafa.
Upphæð komi af fjárveitingalið 21810.