Málefni Tónskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1603151

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 26. fundur - 04.04.2016

Magnús Ólafsson skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar fór yfir nokkur málefni tengt starfsemi skólans. Í máli hans kom fram að skóladagatalið sé 35 vikur en ekki 37 og eru fleiri kennslustundir á viku til að uppfylla lögbundna skólaskyldu. Fyrirhuguð er fækkun á stöðugildum ef sameining við tónskóla Dalvíkurbyggðar gengur eftir. Í bígerð er að gera breytingar á kaffiaðstöðu starfsfólks í starfsstöðinni á Siglufirði. Hugmyndir eru um að bjóða upp á gjaldfrjálst nám í málmblæstri en það hefiur verið gert í Dalvíkurbyggð og gefið góða raun. Ný námskrá fyrir yngri söngnemendur hefur verið í smíðum og verður byrjað að kenna eftir henni næsta vetur.
Gerð var stuttlega grein fyrir þeirri vinnu sem er í gangi við skoðun á sameiningu Tónskóla Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar.
Þrír hópar fóru fyrir hönd skólans til Akureyrar og tóku þátt í Nótunni 2016.