Niðurstöður greiningar á lesskilningshluta samræmdra könnunarprófa í íslensku í 10. bekk

Málsnúmer 1603084

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21.03.2016

Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála.

Í bréfi Menntamálastofnunar, dagsett 16. mars 2016, er upplýst um að niðurstaða liggi fyrir í greiningu á lesskilningshluta samræmdra könnunarprófa í íslensku meðal 10. bekkja grunnskóla landsins.
Samkvæmt Þjóðarsáttmála um læsi er markmið að árið 2018 geti a.m.k. 90% barna í 10. bekk lesið sér til gagns.

Deildarstjóri fór yfir málið með bæjarráði.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 26. fundur - 04.04.2016

Í bréfi Menntamálastofnunar, dagsett 16. mars 2016, er upplýst um að niðurstaða liggi fyrir í greiningu á lesskilningshluta samræmdra könnunarprófa í íslensku meðal 10. bekkja grunnskóla landsins.
Samkvæmt Þjóðarsáttmála um læsi er markmið að árið 2018 geti a.m.k. 90% barna í 10. bekk lesið sér til gagns.

Jónína Magnúsdóttir fór yfir málið með nefndarmönnum.