Vináttu - verkefni Barnaheilla, forvarnarverkefni

Málsnúmer 1603082

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 437. fundur - 21.03.2016

Barnaheill - Save the Children á Íslandi standa að Vináttu - verkefninu, sem er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir börn í leikskólum og byggt á nýjustu rannsóknum á einelti og er danskt að uppruna.

Verkefninu var formlega hleypt af stokkunum nú í janúar með því að um 150 leikskólakennarar úr um 30 leikskólum sóttu námskeið á vegum samtakanna. Mikil ánægja var með námskeiðin og efnið, sem er einstaklega gott, árangursríkt og handhægt.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til fræðslu- og frístundanefndar til kynningar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 26. fundur - 04.04.2016

Bæjarráð vísar málinu til nefndarinnar til kynningar. Lagt fram til kynningar. Olga skólastjóri leikskólans telur verkefnið áhugavert og mun þetta verða tekið til skoðunar á næsta ári.