Gjaldskrár reglur íþróttamiðstöðva

Málsnúmer 1603041

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 25. fundur - 10.03.2016

Vísað til nefndar
Íþrótta- og tómstundafulltrúi óskar eftir afstöðu fræðslu- og frístundanefndar til þriggja atriða er lýtur að gjaldskrármálum íþróttamiðstöðva. Fyrsti liðurinn snýr að aðgangi íþróttakennara að sundi og þrekaðstöðu. Annar liður snýr að afsláttarkjörum fyrir námsmenn og þriðji liður snýr að skilgreiningu á aldursviðmiðum.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að veita íþróttakennurum ekki afslátt að gjaldskrá. Nefndin samþykkir að afsláttarkjör til námsmanna eigi eingöngu við um námsmenn sem stunda nám í Grunnskóla Fjallabyggðar og þeirra sem eru í dagskóla MTR. Einnig samþykkir nefndin að barnagjald eigi við upp að 18 ára aldursári.
Nefndin leggur til að börn yngri en 10 ára með lögheimili í Fjallabyggð fá frípassa í sund. Frítt verði fyrir börn 0 - 6 ára.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 439. fundur - 05.04.2016

Á 25. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 10. mars 2016, var samþykkt að leggja til að barnagjald í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar eigi við upp að 18 ára aldursári. Einnig samþykkti nefndin að leggja til að börn yngri en 10 ára með lögheimili í Fjallabyggð fái frípassa í sund.
Frítt verði sem fyrr fyrir öll börn 0 - 6 ára.

Bæjarráð samþykkir ofangreindar tillögur fræðslu- og frístundanefndar.

Jafnframt samþykkir bæjarráð að námsmenn með lögheimili í Fjallabyggð njóti afsláttarkjara samkvæmt gjaldskrá.