Erindi Bás ehf. vegna deiliskipulags Leirutanga

Málsnúmer 1603023

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16.03.2016

Lagt fram erindi Bás ehf. dagsett 3. mars 2016. Óskað er eftir stækkun lóðar fyrirtækisins við Egilstanga 1-3 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti og að deiliskipulag við Leirutanga verði endurskoðað í samræmi við það.

Nefndin leggur til að fundað verði með bæjarráði ásamt eigendum Bás ehf. á athafnasvæði Bás við Egilstanga.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 449. fundur - 14.06.2016

Á 163. fundi Skipulags- og umhverfisnefndar, 16. mars 2016, var lagt fram erindi Bás ehf. dagsett 3. mars 2016. Óskað er eftir stækkun lóðar fyrirtækisins við Egilstanga 1-3 samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti og að deiliskipulag við Leirutanga verði endurskoðað í samræmi við það.

Nefndin lagði til að fundað yrði með bæjarráði ásamt eigendum Bás ehf. á athafnasvæði Bás við Egilstanga.

Samtal hefur átt sér stað milli bæjarráðsfulltrúa og fulltrúa BÁS.

Bæjarráð hafnar ósk um stækkun lóðar, en samþykkir að veita fyrirtækinu heimild til 1. júní 2017, fyrir afnot á viðbótarsvæði við núverandi lóð sem Bás hefur nýtt.