Óveruleg breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 1602048

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 198. fundur - 16.03.2016

Bæjarráð samþykkti beiðni Hestamannafélagsins Gnýfara að breyta reiðstíg í veg í janúar sl. Lagður fram lagfærður deiliskipulagsuppdráttur vegna þessa dags. 16. febrúar 2016.

Að mati skipulags- og umhverfisnefndar telst breytingin óveruleg þar sem hún víkur ekki frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Tæknideild er falið að afgreiða breytinguna í samræmi við 2.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Fallið er frá grenndarkynningu þar sem breyting þessi varðar ekki hagsmuni annara en sveitarfélagsins og umsækjenda breytinganna.