Allir lesa

Málsnúmer 1601082

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 429. fundur - 26.01.2016

Landsleikurinn Allir lesa fór aftur af stað á bóndadaginn, 22. janúar, og stendur yfir í um mánuð. Fyrsti leikurinn sló í gegn, en lesnir klukkutímar voru vel yfir 70.000. Þegar lestur var skoðaður eftir búsetu sátu Vestmanneyingar í efsta sæti en Fjallabyggð hafnaði í 40. sæti af 74. Konur reyndust lesa töluvert meira en karlar.

Liðakeppnin skiptist í þrjá flokka: vinnustaðaflokk, skólaflokk og opinn flokk.

Skráning liða er hafin á allirlesa.is og landsleikurinn er í gangi frá 22. janúar til 21. febrúar.

Bæjarráð hvetur bæjarbúa til að taka þátt.