Öryggi barna í bíl 2015

Málsnúmer 1601067

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 429. fundur - 26.01.2016

Lagðar fram til kynningar niðurstöður úr könnuninni Öryggi barna í bíl 2015.

Samgöngustofa, Slysavarnafélagið Landsbjörg tryggingafélögin VÍS og Sjóvá lögðu fyrir könnun á öryggi barna í bílum í september á þessu ári. Könnunin var gerð við 60 leikskóla í 25 bæjarfélögum víða um land með 2.236 þátttakendum.

Í kynningu kemur fram að að í 71. gr. umferðarlaga segir m.a.:
"Ökumaður skal sjá um að í stað öryggisbeltis eða ásamt öryggisbelti noti barn viðurkenndan barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- og verndarbúnað ætlaðan börnum lægri en 135 sm á hæð".
Ennfremur segir þar:
"Ökumaður skal sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti öryggis- og verndarbúnað.
Ökumaðurinn ber þannig fulla ábyrgð á að barnið noti verndarbúnað. Með breytingu umferðarlaga í febrúar 2015 er ekki heimilt að nota öryggisbelti ef annar búnaður er ekki til staðar".

Bæjarráð telur að hægt sé að standa betur að öryggismálum barna og samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir aðkomu lögregluembættisins og tryggingarfélaga til að fanga athygli foreldra á öryggi barna.