Gjaldtaka í höfnum vegna losunar,móttöku,meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum

Málsnúmer 1512041

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15.02.2016

Samkvæmt reglugerð nr. 1201/2014 sem Umhverfis- og auðlindaráðuneytið setti 2014 skal hafnarsjóður innheimta gjald af skipum vegna losunar úrgangs og farmleifa í höfn og að gjaldið skuli standa straum af kostnaði við móttöku, meðhöndlun og förgun úrgangs og farmleifa frá skipum.
Ráðuneytið beinir þeim tilmælum til Fjallabyggðar að sett verði ákvæði um gjaldtökuna inn í gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjallabyggðar í samræmi við 2.mgr. 1.gr. reglugerðar nr. 1201/2014 hið allra fyrsta hafi það ekki þegar verið gert.

Gjaldið er þegar innleitt í gjadskrá hafnarsjóðs.