399. mál til umsagnar - Frumvarp til laga um húsaleigulög (réttarstaða leigjenda og leigusala)

Málsnúmer 1512037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 05.01.2016

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um húsaleigulög (réttarstaða leigjenda og leigusala), 399. mál.

Markmið frumvarpsins er að auka réttaröryggi leigjenda og skapa betri umgjörð um samskipti leigusala og leigutaka.

Meðal breytinga sem frumvarpið felur í sér eru:
Skilyrði um brunavarnir.
Skýrari ákvæði um úrræði sem leigjandi getur gripið til þegar ástand leiguhúsnæðis er ófullnægjandi.
Breytt ákvæði um uppsagnarfrest leigusamnings.
Ákvæði sem tryggja eiga leigjendum sama rétt og eigendum íbúðarhúsnæðis ef húsnæði er selt nauðungarsölu.
Aukið hlutverk kærunefndar húsamála.

Lagt fram til kynningar.