Lýsing á Fjallabyggðahöfnum

Málsnúmer 1512017

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10.12.2015

Hafnarstjórn felur deildarstjóra tæknideildar að skoða hvort hægt sé að minnka rafmagnsnotkun á hafnarsvæðum með því að setja led kastara í stað þeirra sem nú eru í notkun.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 15.02.2016

Deildarstjóri tæknideildar fór yfir kostnað vegna lýsinga á Fjallabyggðarhöfnum og hver sparnaður yrði við að skipta yfir í led kastara. Rekstrarkostnaður við hvern lampa í dag er um 13.720 kr. á ári og er hægt að minnka það niður um helming eða í 6.860 kr. á ári. Nýr led kastari kostar með uppsetningu um 140.000 kr. Einnig farið yfir úttekt sem gerð var á rafmagnsmælum í Ólafsfjarðarhöfn sem leiddi í ljós að hægt væri að minnka rafmagnsöryggi og þannig spara um 560.000 kr. árlega.

Hafnarstjórn samþykkir að skipt verði í led kastara eftir því sem þörf er á endurnýjum kastara. Einnig er deildarstjóra tæknideildar falið að láta minnka rafmagnsöryggi í Ólafsfjarðarhöfn og spara þannig 560.000 kr. árlega.