Björgunarskipuð Sigurvin - legupláss

Málsnúmer 1511038

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 77. fundur - 10.12.2015

Lagt fram bréf frá umsjónarmönnum björgunarskipsins Sigurvin þar sem óskað er eftir tillögu hafnarstjórnar að viðlegu fyrir Sigurvin þar sem ekki verður hægt að nota núverandi viðlegukant þegar Bæjarbryggjan verður endurbyggð.

Hafnarstjórn samþykkir að boða umsjónarmenn Sigurvins á fund hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 79. fundur - 07.03.2016

Ómar Geirsson og Einar Áki Valsson umsjónarmenn björgunarbátsins Sigurvins mættu á fund hafnarstjórnar.

Aðilar voru sammála um að flytja Sveinsbúð og Sigurvin á vesturkant í innri höfn. Forsvarsmenn Sigurvins munu leggja fram kostnaðaráætlun fyrir flutningnum.