Jól og áramót 2015/2016

Málsnúmer 1511024

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 21. fundur - 03.12.2015

Rætt um fyrirkomulag og viðburðahald um jól og áramót, brennur, flugeldasýningar og jólatréstendrun. Markaðs- og menningarnefnd hvetur aðila sem standa að viðburðum á þessum tímamótum og kaupmenn í Fjallabyggð að eiga meira samráð þegar viðburðir eru skipulagðir og nota sameiginlega aðventu- og jóladagskrá til að koma upplýsingum á framfæri til íbúa. Jafnframt leggur nefndin til að skoðað verði að ári að vera með einn til tvo daga á aðventunni þar sem sköpuð verði jólastemning í miðbæjum byggðarkjarnanna og helst í tengslum við tendrum jólatrjáa.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 22. fundur - 14.01.2016

Lagt fram
Rætt um nýafstaðna viðburði um jól og áramót 2015/2016. Almenn ánægja um hvernig til tókst og þakkar nefndin framkvæmdaraðilum að viðburðum fyrir þeirra framlag.