Afþreying unglinga í Fjallabyggð

Málsnúmer 1511006

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 9. fundur - 04.11.2015

Fjallað var um afþreyingu unglinga í Fjallabyggð og komu ýmsar hugmyndir varðandi þennan lið.
Hugmyndir um bíó einu sinni til tvisvar í viku. Fjölbreyttara íþróttaval. Blak, körfubolti, dans fyrir unglinga. Að leikfélagið taki tillit til unglinga við val á leikverkum.
Ungmennaráð leggur til að sundkort verði lækkuð til unglinga í Fjallabyggð svo að þeir fari að mæta í sund.