Atvinnumálanefnd - 12. fundur - 4. nóvember 2015

Málsnúmer 1511002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 123. fundur - 11.11.2015

  • .1 1410062 Samkeppni um nýsköpun í Fjallabyggð
    Atvinnumálanefnd - 12. fundur - 4. nóvember 2015 Á dögunum lauk nýsköpunarsamkeppninni Ræsing í Fjallabyggð. Atvinnumálanefnd þakkar þeim fjölmörgu aðilum sem tóku þátt í verkefninu fyrir þátttökuna og jafnframt óskar nefndin þeim aðilum sem voru með vinningstillögur til hamingju með árangurinn og með von um að þær verði að veruleika.
    Einnig vill nefndin þakka þeim fyrirtækjum sem studdu við verkefnið fyrir stuðninginn og starfsfólki Nýsköpunarmiðstöðvar fyrir gott utanumhald.
    Atvinnumálanefnd telur að samkeppnin hafi tekist vel og töluverð tækifæri séu til staðar til að efla atvinnutækifæri í bæjarfélaginu. Stefnt skal að því að halda aðra nýsköpunarsamkeppni á árinu 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .2 1501052 Fyrirtækjaþing í Fjallabyggð
    Atvinnumálanefnd - 12. fundur - 4. nóvember 2015 Um síðustu helgi var haldið fyrsta Fyrirtækjaþing í Fjallabyggð eða atvinnumálaþing þar sem fjallað var um húsnæðismál í bæjarfélaginu. Atvinnumálanefnd telur að vel hafi tekist til og góðar og gagnlegar umræður urðu á þinginu. Nefndin vill þakka fyrirlesurum fyrir þeirra framlag. Jafnframt hvetur nefndin bæjarstjórn til að taka til skoðunar með hvaða hætti hún getur stuðlað að lækkun byggingarkostnaðar. Stefnt skal að því að halda annað atvinnumálaþing að ári liðnu. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .3 1505055 Fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019
    Atvinnumálanefnd - 12. fundur - 4. nóvember 2015 Farið var yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2016 fyrir málaflokkinn atvinnumál. Nefndin leggur til við bæjarráð að 1 milljón verði sett i styrki til nýsköpunar og að auki 500.000 kr. til að standa fyrir öðru atvinnumálaþingi. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .4 1509024 Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2015/2016
    Atvinnumálanefnd - 12. fundur - 4. nóvember 2015 Bæjarráð Fjallabyggðar hefur vísað erindi um úthlutun byggðakvóta í sveitarfélaginu til Atvinnumálanefndar og óskar eftir umfjöllun nefndarinnar um málið.
    Samkvæmt reglum þarf bæjarstjórn að óska eftir því við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að sett séu sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins fyrir 10. nóvember 2015. Samkvæmt niðurstöðum ráðuneytisins varðandi úthlutun byggðakvóta til sveitarfélagins fyrir fiskveiðiárið 2015/2016 koma 209 þorskígildistonn til ráðstöfunar í Ólafsfirði og 102 þorskígildistonn til Siglufjarðar, sem er skerðing um 91 þorskígildistonn frá síðustu úthlutun.

    Þar sem taka þarf tillit til ýmissa sjónarmiða hagsmunaaðila, varðandi úthlutun, og hagsmunir geta stangast á í veigamiklum málum þá er þeim sem fara með þau mál oft vandi á höndum. Augljóst er að ekki verður gerð sú breyting um frávik við reglugerðina sem öllum líkar. Við mat á stöðunni hafði nefndin til hliðsjónar, megintilgang laga um stjórn fiskveiða þar sem byggðakvóti er til ráðstöfunar í þeim byggðalögum sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Má nefna þar sem vinnsla hefur flust frá landvinnslu út á sjó og/eða þar sem landvinnsla hefur hætt af öðrum orsökum. Önnur sjónarmið sem hafa þarf í huga að mati nefndarinnar er að styðja við nýliðun og stuðningur sé við útgerðir sem fyrir eru í sveitarfélaginu. Í þriðja lagi er svo sá þáttur sem snýr beint og óbeint að sveitarfélaginu, að hámarka verðmæti þess sem dregið er að landi.

    Nefndin leggur til að:
    - Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2015 til 31. ágúst 2016.
    - Jöfn úthlutun sé til allra þeirra sem uppfylla skilyrði fyrir úthlutun aflamarks og sækja um byggðakvóta. Skal sú úthlutun nema tveimur þorskígildistonnum á hvern bát.
    - Hámarksúthlutun byggðakvóta á hvern bát skal vera 25 þorskígildistonn.
    Tillögum er vísað til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar atvinnumálanefndar staðfest á 123. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.