Breytt notkun og útlit húsnæðis - Hávegur 2 Siglufirði

Málsnúmer 1510105

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28.10.2015

Hermann Einarsson óskar eftir leyfi til að breyta gamalli aðveitustöð að Hávegi 2 í íbúðarhúsnæði með tilheyrandi breytingum innan húss og utan. Lögð fram teikning af fyrirhuguðum breytingum.

Samkvæmt gildandi aðalskipulagi fellur Hávegur 2 undir landnotkunarflokkinn iðnaðarsvæði. Þar sem ekki er lengur starfrækt aðveitustöð á svæðinu leggur nefndin til að því verði breytt í íbúðarsvæði. Að mati nefndarinnar telst breytingin óveruleg þar sem svæðið liggur við núverandi íbúabyggð á Hávegi og fellur betur að skipulagi heldur en iðnaðarsvæði. Svæðið er takmarkað að stærð og býður ekki upp á mikla aukningu bygginga, breytingin er því ólíkleg til að hafa mikil áhrif á þá byggð sem fyrir er á svæðinu.

Tæknideild er falið að auglýsa breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sem felur í sér breytta landnotkun nyrst á Hávegi. Óskað er eftir að umsækjandi leggi fram fullgilda aðaluppdrætti með byggingarleyfisumsókn.