Ungmennaráð tekur til starfa 2015

Málsnúmer 1510071

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 8. fundur - 26.10.2015

Allir aðalmenn voru mættir, ásamt Kristni Reimarssyni markaðs- og menningarfulltrúa sem kynnti reglugerð fyrir Ungmennaráð Fjallabyggðar og Hauki Sigurðssyni íþrótta-og tómstundafulltrúa sem stjórnaði fundi og upplýsti ráðið um sín störf.
Kristinn fór yfir reglugerðina og skýrði út tilgang ungmennaráðs. Hann fór síðan yfir aðgengi fulltrúa að svæði á heimasíðu Fjallabyggðar.
Fyrirspurnir komu um gang mála um stækkun á líkamsrækt á Ólafsfirði. Íþrótta-og tómstundafulltrúa falið að koma með teikningar á næsta fund.
Ábending kom um að það vanti betri lýsingu á skíðasvæðið í Ólafsfirði.

Haukur Orri Kristjánsson var kjörinn formaður ungmennaráðs og Vaka Rán Þórisdóttir varaformaður.
Ráðið ákvað að fastir fundartímar verði kl.16:30 fyrsta miðvikudag hvers mánaðar.