Innsend erindi vegna fjárhagsáætlunar 2016

Málsnúmer 1510057

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 415. fundur - 30.10.2015

Farið yfir innsend erindi frá:
Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar
Golfklúbbi Ólafsfjarðar
Hestamannafélaginu Gnýfara
Álfhildi Stefánsdóttur
Sigurbirni Þorgeirssyni
Þorsteini Sveinssyni
Lísebet Hauksdóttur
Erlu Heiðu Sverrisdóttur og
Menntaskólanum á Tröllaskaga.

Leitað er eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar um sum þessara mála og verða þessi erindi aftur á dagskrá bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 417. fundur - 06.11.2015

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar varðandi málefni Hestamannafélagsins Gnýfara.

Í umsögn deildarstjóra kemur eftirfarandi fram:

Málefni húseigenda að Brimvöllum og hestamannfélagsins Gnýfara, Ólafsfirði.
Unnið er að því lagfæra framræstingu á svæðinu. Tvö rör sem lágu undir gamla flugvöllinn hafa lent undir fyllingu við gerð Héðinsfjarðarganga og verða þau opnuð aftur. Vonandi leysist þetta vandamál við það. Samt þarf alltaf að muna að moka skurði sem framræsta út í sjó þar sem sandur kemur alltaf í þá aftur þegar mikið brim er á veturna.

Frágangur á svæði vestan óss er í vinnslu og verður lokið sumarið 2016. Gert er ráð fyrir að nota efni úr tipp við Kleifarhorn í fyllingu við endurgerð Bæjarbryggju á Siglufirði og mun svæðið verða mótað samhliða þeirri vinnu. Steypustöðin var rifin nú fyrir stuttu og eftir er að ganga frá hreinsun þar í kring og slétta úr efni á svæðinu.
Þeirri hreinsun verður einnig lokið sumarið 2016.

Erindi frá Golfklúbbi Ólafsfjarðar er varðar lagfæringu á vegkaflanum og bílastæðið í Skeggjabrekku Ólafsfirði.
Bæjarráð leggur til að séð verði til þess að vegurinn verði heflaður.

Erindi frá Álfhildi Stefánsdóttur varðandi aðra aðkomu að Saurbæjarási.
Bæjarráð gerir ekki ráð fyrir annarri aðkomu að frístundabyggðinni á Saurbæjarási.
Bæjarstjóri upplýsti að tvisvar á þessu ári hafi aðalvegur að frístundabyggðinni verið heflaður og einnig borið ofan í veginn.
Bæjarráð leggur til að séð verði til þess að vegurinn verði heflaður næsta vor.

Erindi frá Sigurbirni Þorgeirssyni varðandi bætta internettengingu í bæjarfélaginu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við Mílu.

Erindi frá Þorsteini Sveinssyni varðandi hraðakstur á Aðalgötu í Ólafsfirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við Vegaerðina um úrbætur vegna umferðaröryggis.

Erindi frá Lísebet Hauksdóttur sem voru margvísleg.
Við gerð fjárhagsáætlunar er gert ráð fyrir endurbótum á leiktækjum á leikskólalóðum og viðbyggingu við líkamsræktina í Ólafsfirði.

Erindi Erlu Heiðu Sverrisdóttur varðandi hraðakstur í Ólafsveginum í Ólafsfirði.
Samkv. umferðaröryggisáætlun Fjallabyggðar er gert ráð fyrir úrbótum á þessari götu.

Menntaskólanum á Tröllaskaga.
Við gerð fjárhagsáætlunar er gert ráð fyrir viðbyggingu við líkamsræktina í Ólafsfirði.