Ástand gróðurs og umferðaröryggi

Málsnúmer 1510039

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 192. fundur - 28.10.2015

Lagt fram til kynningar bréf frá Samgöngustofu þar sem farið er á leit við sveitarfélögin í landinu að hugað verði að ástandi gróðurs og trjáa við vegi og gatnamót. Mikilvægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir ef ljóst þykir að gróður hindri sýn eða hefti umferð. Jafnframt eru sveitarfélögin hvött til þess að minna íbúa og lóðareigendur á skyldur sínar hvað varðar gróðurumhirðu.